UmsögnLS

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Reynsla, Eiríks Hans Sigurðssonar, af heyrnartækjum

Heyrnin hjá mér var orðin það slæm að ég var hættur að geta tekið þátt í almennum umræðum í kaffistofunni þar sem ég vann. Þegar við hjónin fórum á mannamót, árshátíðir, afmæli eða út að borða með fleira fólki sagði mín elskulega eiginkona að ég setti upp einhvern hálfvita svip þegar ég væri að reyna að fylgjast með umræðunni. Ég náði ekki að fylgjast með og var að einangrast. Þetta hafði ekki gerst í einni svipan, heldur á löngum tíma.
En nú stóð ég á tímamótum. Átti ég að hætta að umgangast fólk, eða fara að athuga með heyrnartæki. Ég fór á nokkra staði þar sem heyrnarþjónusta var í boði og skoðaði margar gerðir af tækjum. Þegar ég kom í Heyrn í Hlíðarsmára blasti við mér allt önnur þjónusta en þar sem ég hafði áður komið. Nú bauðst mér að fá lánuð tæki og síðan önnur, þangað til ég var fullkomlega ánægður.
Ég keypti að lokum ReSound Alera7. Þá urðu straumhvörf í lífi mínu. Í fyrsta lagi fór ég að heyra hvað eiginkonan sagði við mig, en ekki eitthvað allt annað, eins og svo oft hafði komið fyrir. Og enginn var eins glaður yfir breytingunni og hún. Ég gat einnig farið að taka þátt í umræðum þar sem ég var, hvort heldur það var í bílnum, í kaffistofunni í vinnunni eða á veitingastöðum þar sem mikill kliður var. Ég hefði ekki trúað því að óreyndu hvað þetta var mikil breyting. Ég hafði heldur ekki gert mér grein fyrir hvað ég var í raun og veru orðinn fatlaður að þessu leyti.
Ég bætti svo við tæki sem flytur GSM símtal upp í heyrnartækin og einnig tæki sem flytur hljóðið úr sjónvarpinu í heyrnartækin. Nú finnst mér ég vera búinn að endurheimta umtalsverð lífsgæði.
Eiríkur Hans Sigurðsson.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is