Umsögn

Heyrn er heyrnarþjónusta sem býður bestu og fullkomnustu heyrnartækin sem ReSound framleiðir. Ný og háþróuð mælitæki eru notuð til að greina heyrnarskerðingu. Ellisif, heyrnarfræði, Heyrn, Heyrnartæki, heyrnarstöð, heyrnarmæling, heyrnarpróf, Heyrnar- og talmeinastöð, Heyrnarstöðin, Heyrnartækni, heyrnarleysi, heyrnartap, heyrnarskerðing, heyrnardaufur, heyrnardeyfa, suð, eyrnasuð, GN ReSound, heyrnarmælingar, heirnarmæling, heyrnargreining, heyrnatæki, eyrnatæki, heirnatæki, eirnatæki, Heirn, Ellisiv, Elli sif, heirnartæki,

Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is


Velheyrandi

Mörður Árnason, alþingismaður

Nú hef ég tekið mér viðurnefnið Velheyrandi. Heyri í Lindu gegnum þrennar dyr. Heyri í símanum inní stofu. Heyri allt sem allir segja á nefndafundunum. Heyri suð og hvísl og vindinn hvína í lauftrjám hinumegin götu. Heyri skýrt hvellar athugasemdir og lágmæltar spurningar frá stuðningssyninum sem varð sex ára síðustu helgi. Heyri dyn kattarins og anda fisksins. Grasið gróa.

Þetta hófst fyrir svona tólf árum í sumarfríi í Frans, í smábænum Argentat við Dordogne-fljót í sunnanverðu Mið-Frakklandi. Indælt frí og eitt kvöldið erum við að ganga heim í miðaldahúsið okkar í bæjarjaðrinum eftir kyrrlátum trjágöngum að kvöldi og Linda fer að tala um hvað engispretturnar séu óvenjulega háværar – en ég heyrði engin engisprettuhljóð og neitaði staðfastlega tilvist engisprettna í Corrèze-héraði. Þetta væri bara einhver ímyndun í henni.

Og lauk um daginn þegar var að byrja framhaldsmynd á Stöð tvö um halastjörnu á leið til jarðar með tilheyrandi vesini og útrýmingarhættu fyrir mannkynið – ég hafði horft á fyrrihlutann kvöldið áður við litla hrifningu á heimilinu en var núna að dunda við stofuborðið, og alltíeinu fer Linda að tala eitthvað um hundasund mannkynsins. Það þótti mér sérkennilegt. – Ha? Hundasund mannkynsins? spyr ég. En þá hafði hún verið að tilkynna mér að nú væri á Stöð tvö runnin upp hinsta stund mannkynsins.

En auðvitað byrjaði þetta miklu fyrr, í sjálfum Dalagenunum. Pabbi er kominn með heyrnartæki fyrir löngu og við þurftum alltaf að tala hátt við hana ömmu mína í gamla daga – einn föðurbróðir minn var sífellt að nudda í mér þegar ég var í Útvarpsráði og fannst hálfgerður aumingjaskapur að ég skyldi ekki ráða við að láta texta allt í Sjónvarpinu, heyrði ekki bofs. Og sá þeirra bræðra sem stóð mér næst var svo slæmur undir lokin að við bara sátum og horfðumst í augu.

Eftir hundasundið dreif ég mig loksins til heyrnarfræðingsins Ellisifjar Katrínar Björnsdóttur í Kópavogi – mæli með henni, ákaflega fær og líka ljúf við skilningssljóa karla á miðjum aldri. Hún mældi í mér heyrnina og hampaði svo línuriti þar sem vantaði eitt hornið. Jamm – ég skil þetta – en þarf ég nokkuð heyrnartæki? Spurði ég og hún sagði já, að sjálfsögðu. Spurði þrim sinnum í samtalinu, fékk þrim sinnum sama svarið.

Framhald á bloggsíðu höfundar.

Aðrar umsagnir

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is