Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

ReSound LiNX 3D og ReSound QuattroNjóttu heyrnartækjanna enn betur með fjarþjónustu

Með forritinu ReSound Assist notarðu gagnaský til að senda heyrnarfræðingnum skilaboð varðandi tækin á auðveldan hátt, hann sendir til baka skilaboð eða nýjar stillingar fyrir heyrnartækin, óháð því hvar þú ert.


Með ReSound Assist má fjarstilla tækin, sama hvar þú ert

Stillingar heyrnartækja, sem stilltar eru hjá heyrnarþjónustu, virka ekki alltaf fullkomlega við hversdagslegar aðstæður. Ef þú lendir í vanda eða finnst þú þurfa nákvæmari stillingar má nota ReSound Smart 3D appið og biðja heyrnarfræðinginn um aðstoð með ReSound Assist sem er fjarþjónusta.


Svona virkar ReSound Assist

ReSound Assist er í appinu en það gefur þér aðgang að heyrnarfræðingnum. Stundum virka stillingar heyrnartækjanna ekki nógu vel við ákveðnar aðstæður í amstri dagsins, eða þér finnst ástæða til að breyta stillingum. Í stað þess að bíða með að breyta stillingum, þar til þú færð næst tíma hjá heyrnarfræðingnum, geturðu beðið hann strax um aðstoð með því að nota appið og senda honum um gagnaský beiðni um að athuga stillingar. Það er einfalt, hagkvæmt og þú færð stillingar uppfærðar að heyrn þinni í hinu daglega lífi.

Apple, Apple merkið, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki Apple Inc, skráð í BNA og öðrum löndum. App Store er þjónustumerki Apple Inc.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is