Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

ReSound fjarstýringar

Einföld fjarstýring


ReSound fjarstýringarnar er auðvelt að setja upp og nota. Þær verða fljótt eðlilegur hluti af daglegu lífi þess sem notar heyrnartæki.

Þannig notar maður einfalda fjarstýringu frá ReSound

Framhlið fjarstýringar

1. Ljós sem lýsir þegar þrýst er á takka

2. Takki sem hækkar hljóðstyrk

3. Takki sem lækkar hljóðstyrk

4. Val forrita

Bakhlið fjarstýringar

5. Rafhlöðuhólf

6. Pinnahola fyrir pörun

7. Gat fyrir lyklakippu

Athugaðu: Litlu merkin hjálpa þér að vera viss um að rafhlöðuhólfið sé lokað rétt.

Þannig er fjarstýringin notuð

Paraðu saman fjarstýringu og heyrnartæki
Áður en þú ferð að nota fjarstýringuna þarf að para hana saman við heyrnartækin. Ef til vill hefur heyrnarfræðingurinn þegar gert það.
Það er gert á eftirfarandi hátt:
1. Þrýst er á pinnahnappinn aftan á fjarstýringunni með ydduðu áhaldi þá helst fjarstýringin í pörunarham í 20 sekúndur og ljósið á henni blikkar á tveggja sekúnda fresti.
2. Slökktu á heyrnartækjunum og kveiktu á þeim aftur og haltu þeim við fjarstýringuna.
3. Þegar pörun gerist heyrist smá hljóð í heyrnartækjunum.
4. Fjarstýringin er þá tilbúin til notkunar.
Ljósið á fjarstýringunni lýsir í hvert sinn sem þrýst er á styrkttakkann eða forritstakkann.

Að stilla hljóðstyrk heyrnartækjanna
Hljóðið í heyrnartækjunum stillist sjálfvirkt en stundum getur verið nauðsynlegt að stilla það handvirkt. Ef þess þarf skaltu fylgja eftirfarandi:
1. Þrýstu á efri hluta hljóðstyrkstakkans (+) til að hækka.
2. Þrýstu á neðri hluta hljóðstyrkstakkans (-) til að lækka.
Athugaðu: Heyrnartækin fara aftur á staðalhljóðstyrk þegar slökkt og kveikt er á þeim eða ef skipt er um forrit.
Athugaðu: Þú getur einnig slökkt á mögnun tækjanna með að halda lækkunarhluta hljóðstyrkstakkans (-) inni í meira en eina sekúndu. Þrýstu á hvaða takka sem er þá virkar tækið á ný.


Að skipta milli forrita í heyrnartækjunum

1. Þrýstu á forritshnappinn til að skipta um forrit.

Athugaðu: Heyrnartækin fara aftur á staðalforritið ef slökkt og kveikt er á þeim.

Að streyma í heyrnartækin

Þú getur streymt hljóði beint til heyrnartækjanna ef heyrnarfræðingurinn hefur virkjað streymisforrit fyrir þig.

Streymi sett af stað:
1. Þrýstu á forritstakkann í minnsta kosti eina sekúndu eða þar til þú heyrir hljóðmerki. Nú fara heyrnartækin að taka við streymi frá þráðlausum búnaði.
2. Þrýstu á forritstakkann til að fara til baka á hlustunarforritið sem þú notaðir á undan.

Að læsa fjarstýringu
Þú getur læst fjarstýringunni til að komast hjá því að hún sé notuð óvart t.d. ef þú ert með hana í vasanum.
1. Þrýstu samtímis á forritstakkann og lækkun hljóðstyrks (-) og haltu þeim niðri í fimm sekúndur. Ljósið efst á fjarstýringunni blikkar þrisvar.
2. Endurtaktu fyrsta lið til að opna fjarstýringuna en nú blikkar hún aðeins einu sinni.

Athugaðu: Ljósið blikkar þrisvar í hvert sinn sem þrýst er á hnapp ef hún er læst en það hefur engin áhrif á hljóðstyrk eða val forrita.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is