Heyrn Hlíðasmára 19 Kópavogi, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

5 afsakanir sem eru notaðar þegar heyrnartapi er hafnað

Eftirfarandi er lausleg þýðing af danska vefnum HørNu


Það getur ekki verið heyrin mín því ... Ef þetta er setning sem þú heyrir þig oft segja, þá veistu nú þegar hversu auðvelt það er að afneita heyrnarskerðingu. Stærsti vandinn, sem maður þarf að kljást við, er að viðurkenna heyrnartapið. Maður verður að viðurkenna að um sé að ræða vanda og það þurfi að gera eitthvað í málinu. Fyrsta skrefið er að fara til heyrnarsérfræðings og fá faglega heyrnargreiningu.

1. Breytingin gerist smám saman og þess vegna tekur maður ekki eftir henni
Þetta á sérstaklega við um aldurstengda heyrnarskerðingu. Þessi tegund heyrnarskerðingar getur byrjað snemma og ágerist verulega með tímanum. Maður tekur venjulega ekki eftir heyrnartapinu fyrr en fjölskyldumeðlimur kvartar yfir hávaðanum í sjónvarpinu eða bendir á að viðkomandi sé alltaf eftir á í umræðum. Hjá sumum er eyrnasuð fyrsta einkenni sem þeir taka eftir. En þegar eyrnasuð kemur fram hefur heyrnartap þegar mikil áhrif á líf þitt.

2. Þú vísar vandanum frá þér - það eru aðrir sem muldra
Það er ekki þú - það er gamla sjónvarpið. Kannski er það ekki þú heldur maki þinn sem er að muldrar. Fyrsta hugsun þín er að vandamálið sé að finna annars staðar, því hugsunin um að þú gætir verið með heyrnarskerðingu hvarflar ekki að þér. Heyrn þín hefur alltaf verið í lagi - hvers vegna ætti hún að hafa skyndilega breyst? Líklegra er að eitthvað sé athugavert við það sem þú ert að reyna að heyra.

3. Læknirinn minn sagði ekkert um heyrnartap
Í síðustu heimsókn þinni til læknis minntist hann ekkert á heyrnartap, svo það kemur ekki til greina. Vandinn við þessi rök er að jafnvel besta lækni getur yfirsést heyrnarskerðing ef hann veit ekki að hann ætti að leita eftir henni. Aldurstengt heyrnartap stafar oftast af breytingum í innra eyra, sem er ólíklegt að læknirinn sjái við skoðun.

4. Enginn annar hefur heldur sagt neitt um heyrnartap
Kannski heyrðirðu bara ekki í þeim? Flestir í kring um þig átta sig líklega á heyrn þinni áður en þú gerir það. En kannski vilja þeir ekki hafa orð á því, eða kannski verða þeir sammála sjálfum sér um að þeir hafi líklega rangt fyrir sér. Það er á þennan hátt að langflestir verða varir við að það er vandamál, en það getur tekið langan tíma, áður en fjölskyldan þín segir eitthvað. Kannski er maki þinn á svipuðum aldri sem á einnig við heyrnarerfiðleika að stríða? Þá er ekki skrýtið að það finni ekki réttan farveg. Ef til vill sérðu ekki uppkomnu börnin þín eins mikið og áður? Það getur einnig stuðlað að því að það tekur þau lengri tíma að koma auga á erfiðleika þína.

5. Það kemur og fer
Það er mjög algengt að heyrnarskerðing sé aðeins á háu tíðninni sem þýðir að það kann að virðast eins og heyrnartapið sé að koma og fara. Þetta er algeng ástæða þess að margir álasa því sem þeir hlusta á t.d. í sjónvarpinu. Því þegar öllu er á botninn hvolft þá heyrirðu vel. Á einhverjum tímapunkti gæti fjölskylda þín bent á að þú hafir ef til vill misst af hluta samtalsins en þú neitar að það sé vegna heyrnarskerðingar. Hvað geturðu gert til að hætta að neita vandanum? Svarið er einfalt. Farðu í greiningu hjá heyrnarþjónustu.

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920,
sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is

HEYRN ehf, Hlíðasmára 19, 201 Kópavogur, kt: 590307-0920, sími: 534 9600, netfang: heyrn@heyrn.is